Yngvi Páll Gunnlaugsson
Yngvi Páll Gunnlaugsson
Bikarmeistararnir í KR fengu heimaleik gegn liði úr næstefstu deild þegar dregið var til 16 liða úrslita Maltbikars karla í körfuknattleik í gær.

Bikarmeistararnir í KR fengu heimaleik gegn liði úr næstefstu deild þegar dregið var til 16 liða úrslita Maltbikars karla í körfuknattleik í gær. KR-ingar fá Vestfirðingana í Vestra í heimsókn í Frostaskjólið en KR-ingar burstuðu Húnvetninga í 32 liða úrslitum keppninnar.

Grannaslagur verður á Suðurnesjum þegar Njarðvíkingar taka á móti Grindvíkingum. Tvær aðrar viðureignir fara fram á milli úrvalsdeildarliða. Þór Akureyri og Höttur eigast við á Akureyri og Valur og Tindastóll takast á í Valsheimilinu.

Ljóst er að alla vega eitt lið utan úrvalsdeildar verður í átta liða úrslitum því KR b og Breiðablik drógust saman. Leikirnir fara fram 4.-6. nóvember.