Margrét Hauksdóttir
Margrét Hauksdóttir
Ríkissjóður Íslands á fjölmargar fasteignir og flokkast sumar þeirra til íbúðarhúsnæðis, en ekki er heimilt að skrá lögheimili sitt í iðnaðar- eða skrifstofuhúsnæði.

Ríkissjóður Íslands á fjölmargar fasteignir og flokkast sumar þeirra til íbúðarhúsnæðis, en ekki er heimilt að skrá lögheimili sitt í iðnaðar- eða skrifstofuhúsnæði. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, segir það ómögulegt nú að skrá lögheimili sitt í íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins, eins og gerðist fyrir um fimm árum þegar karlmaður skráði sig til húsa í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina.

„Nú er búið að breyta þessu og það er því ekki lengur hægt að skrá lögheimili sitt í húsnæði í eigu ríkissjóðs,“ segir hún, en skilyrði fyrir því að skrá lögheimili sitt er að á umræddum stað búi hinn skráði meirihluta ársins. Einnig að þar hafi hann heimilismuni sína og þar sé svefnstaður hans.