Mikið vatn hefur runnið til sjávar í Elliðaárvog síðan landnámsmaðurinn Ketilbjörn gamli frá Noregi tók þar land á skipi sínu Elliða. Eru Elliðaárnar og vogurinn talin draga nafn sitt af skipi Ketilbjörns.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar í Elliðaárvog síðan landnámsmaðurinn Ketilbjörn gamli frá Noregi tók þar land á skipi sínu Elliða. Eru Elliðaárnar og vogurinn talin draga nafn sitt af skipi Ketilbjörns. Vogurinn var víður milli Háubakka og Ártúnshöfða og ós Elliðaánna var rétt norðan við þann stað þar sem nú eru Elliðaárbrýrnar. Leirurnar iðuðu af fuglalífi og kræklingur var þar um allar fjörur. Elliðaár hafa ætíð verið gjöfular laxveiðiár og eru það enn þrátt fyrir ýmis inngrip. Ketilbjörn nam Grímsnes allt, Laugardal og hluta af Biskupstungum. Hann bjó á Mosfelli í Grímsnesi og lifði nógu lengi til að fá viðurnefnið „gamli“, segir í alfræðiritum.