<strong>Svartur á leik </strong>
Svartur á leik
Staðan kom upp á öflugu opnu alþjóðlegu skákmóti sem er nýlokið á eynni Mön í Írlandshafi. Bandaríkjamaðurinn Hikaru Nakamura (2.781) hafði svart gegn indverskum kollega sínum í stórmeistarastétt, Das Neelotpal (2.448) . 64.... Dg1! 65.
Staðan kom upp á öflugu opnu alþjóðlegu skákmóti sem er nýlokið á eynni Mön í Írlandshafi. Bandaríkjamaðurinn Hikaru Nakamura (2.781) hafði svart gegn indverskum kollega sínum í stórmeistarastétt, Das Neelotpal (2.448) . 64.... Dg1! 65. Dxa2 Rxe4 og hvítur gafst upp enda verður hann mátaður bæði eftir 66. Hxe4 Dh1# og 66. f3 Dh1+ 67. Dh2 Rf2#. Í kvöld hefst fyrsta umferð í fyrstu deild Íslandsmóts skákfélaga. Keppni í öðrum deildum hefst svo annað kvöld á sama stað. Fyrri hluta mótsins lýkur næstkomandi sunnudag. Skákfélagið Huginn er ríkjandi meistari en reikna má með að Víkingaklúbburinn geri harða atlögu að titlinum í ár en það félag hefur fengið til sín marga öfluga skákmeistara, þar á meðal Norðurlandameistarann og stórmeistarann Jóhann Hjartarson. Um keppnina að öðru leyti sjá skak.is og skaksamband.is.