Staða fyrirtækja hefur batnað svo um munar á allra seinustu árum eftir áfallið í kjölfar hrunsins. Á árinu 2015 voru samanlagðar eignir fyrirtækja í fyrsta skipti hærri en skuldir allt frá árinu 2008.

Staða fyrirtækja hefur batnað svo um munar á allra seinustu árum eftir áfallið í kjölfar hrunsins. Á árinu 2015 voru samanlagðar eignir fyrirtækja í fyrsta skipti hærri en skuldir allt frá árinu 2008.

Í grein Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í Tíund, blaði Ríkisskattstjóra um eignir, skuldir og eigið fé fyrirtækja, koma þessi umskipti skýrt fram. Árið 2009 voru skuldir fyrirtækja um 10.368 milljörðum hærri en eignirnar. Síðan hefur neikvætt eigið fé fyrirtækja sem skulda meira en þau eiga minnkað, og alls um 5.200 milljarða á milli áranna 2014 og 2015.

,,Samkvæmt þeim skattframtölum sem búið var að skila vegna rekstrarársins 2015 um miðjan ágúst í ár átti 22.451 þess 35.431 fyrirtækis fyrir skuldum. 63,4% fyrirtækja áttu þannig fyrir skuldum en 36,6% fyrirtækjanna voru ýmist ekki með neitt eigið fé eða skulduðu meira en nam matsvirði eigna. Hlutfall fyrirtækja sem átt hafa fyrir skuldum hefur ekki verið jafn hátt frá árinu 2007,“ segir í Tíund.

Fram kemur að nú virðist rekstur fyrirtækjanna ganga betur en mörg undanfarin ár. Rekstrartekjur 17.376 fyrirtækja dugðu fyrir rekstrargjöldum árið 2015 en það eru 49% fyrirtækja. Tekjuskattur var lagður á tekjur um þriðjungs fyrirtækja árið 2016. Árið 2015 greiddu fleiri fyrirtæki en nokkurn tímann skatt af hagnaði ársins og hlutfall fyrirtækja sem greiða tekjuskatt hefur ekki verið hærra síðan rafrænt skattframtal kom til sögunnar.

2015 uppfylltu hátt í þriðjungi, fleiri fyrirtæki skilyrði um eigið fé og hagnað en í hruninu. Þessi 9.387 fyrirtæki voru ekki með nema um 11% hagnaðar af rekstri en greiddu engu að síður um 71,1% tekjuskatts fyrirtækja. Á hinn bóginn greiddu 5.038 fyrirtæki sem voru samanlagt með um 92,8% hagnaðar af rekstri engan tekjuskatt.

Páll segir að þrátt fyrir að staðan sé gerbreytt veki furðu hversu mörg fyrirtæki virðist standa á brauðfótum, eru ekki með neinar tekjur, greiða ekki laun og eiga engar eignir.