Breski söngvarinn Ed Sheeran varð fyrir því óhappi á mánudagsmorgun að keyrt var á hann þar sem hann hjólaði í London. Þann dag birti söngvarinn mynd af sér í gifsi og fatla og sagðist hann bíða niðurstöðu lækna.
Breski söngvarinn Ed Sheeran varð fyrir því óhappi á mánudagsmorgun að keyrt var á hann þar sem hann hjólaði í London. Þann dag birti söngvarinn mynd af sér í gifsi og fatla og sagðist hann bíða niðurstöðu lækna. Fyrirhuguð tónleikaferð Sheeran átti að hefjast í Asíu nk. sunnudag en nú er komið í ljós að hann neyðist til að fresta tónleikum sínum í Taipei, Osaka, Seoul, Tókýó og Hong Kong. Hann skaddaðist á hægri úlnlið og vinstri olnboga og verður fjarri góðu gamni í að minnsta kosti fjórar vikur.