Xi Jinping
Xi Jinping
Xi Jinping, forseti Kína, lagði áherslu á að útrýma spillingu, launamun og mengun auk þess að hindra offramleiðslu, í ræðu sinni á flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins, sem hófst í gærmorgun.

Xi Jinping, forseti Kína, lagði áherslu á að útrýma spillingu, launamun og mengun auk þess að hindra offramleiðslu, í ræðu sinni á flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins, sem hófst í gærmorgun. Þá ræddi hann um að byggja þyrfti upp nútíma sósíalistaríki fyrir nýjan tíma sem yrði kínverskt og stjórnað styrkri hendi af Kommúnistaflokknum.

„Nú er komið að okkur að verða miðpunktur athyglinnar og leggja okkar af mörkum fyrir mannkynið,“ sagði hann.

Að sögn Reuters er talið að Xi muni nýta sér flokksþingið til að styrkja stöðu sína nægilega til að geta haldið völdum eftir að öðru kjörtímabili hans lýkur árið 2022, en hann er talinn vera einn valdamesti leiðtogi Kína frá því að Mao Zedong var við völd. Sem stendur má leiðtogi landsins aðeins sitja í tvö kjörtímabil.