Boeing hefur ekki heimild bandarískra yfirvalda til að framleiða eigin hreyfla á vélarnar. Árið 1934 gripu samkeppnisyfirvöld þar í landi inn í og skiptu alhliða flugþjónustufyrirtæki upp í þrjár sjálfstæðar einingar. Allt eru það heimsþekkt fyrirtæki á sviði flugiðnaðarins enn í dag. Boeing og UTC tóku yfir flugvélaframleiðsluna en United Air Lines tók yfir flugreksturinn sem slíkan.
Í dag eru flestar þotur úr smiðju Boeing knúðar áfram af hreyflum frá þremur stórum hreyflaframleiðendum. Það eru General Electric (m.a. 747, 767, 777, 787), Pratt & Whitney (m.a. 737, 747, 767, 777) og Rolls-Royce (m.a. 747, 757, 777, 787).