Systraslagur Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur berjast um frákast í toppslagnum á milli Hauka og Vals í Hafnarfirði í gærkvöld.
Systraslagur Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur berjast um frákast í toppslagnum á milli Hauka og Vals í Hafnarfirði í gærkvöld. — Morgunblaðið/Golli
Haukakonur eru einar á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta með fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Þær urðu í gærkvöld fyrstar til að vinna Val á þessari leiktíð, 94:80, þegar liðin mættust á Ásvöllum.

Haukakonur eru einar á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta með fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Þær urðu í gærkvöld fyrstar til að vinna Val á þessari leiktíð, 94:80, þegar liðin mættust á Ásvöllum. Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur eru hins vegar í tómum vandræðum og hafa tapað þremur leikjum í röð.

Helena Sverrisdóttir náði þrennu fyrir Hauka í gær en hún skoraði skoraði 11 stig, tók 13 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Haukar voru sjö stigum yfir í hálfleik, 49:42, en bættu við það í þriðja leikhluta og hleyptu Valskonum aldrei of nálægt sér.

Meistarar Keflavíkur hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum og ljóst er að leita þarf langt aftur til að finna svo slæma byrjun hjá ríkjandi meisturum. Í gær var það Stjarnan sem lagði Keflavík að velli, 81:63, en þetta var þriðji sigur Stjörnukvenna. Skallagrímur vann nýliða Breiðabliks, 78:69, og Njarðvík er enn án stiga eftir tap gegn Snæfelli á heimavelli, 80:63.