Þetta var birt í íslenskum fréttum: „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.

Þetta var birt í íslenskum fréttum: „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“

Þetta sagði Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á ráðstefnu í morgun.“

Spurningin sem þessi furðufrétt vekur er þessi: Hver afvegaleiddi þennan skrifstofumann?

A f hverju kynnti hann sér ekki málið áður en hann hljóp á sig og skoraði á „íslensk stjórnvöld að stilla sig!!!?“ Hvaða íslensk stjórnvöld?

Slitastjórn fallins banka segir að trúnaðarupplýsingum um þúsundir manna hafi verið stolið frá sér og þjófsnautarnir hafi ekki heimild til að brúka þær. Þessi slitastjórn tilheyrir ekki „íslenskum stjórnvöldum“.

Umræðan um málefni Bjarna Ben er gömul, var enduvakin og hefur farið fram í viku. Hann hefur ekki amast við henni. Lögbann sneri að þeim öðrum sem ekki hafa verið nefndir til sögu. Mál varðandi þær þúsundir manna er nú á forræði dómstóla.

Telur evrópskur skrifstofumaður að hann sé bær til að gefa þeim fyrirmæli? Íslensk stjórnvöld hafa ekki slíka heimild. Gerðu þau það gæti skrifstofumaðurinn og allir aðrir réttilega fordæmt þá ósvinnu.

Væri ekki gustuk að benda Désir á þetta, fremur en að etja honum á foraðið?