Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði á mbl.is í síðustu viku að mat fyrirtækisins væri að byggð og vatnsvernd færu ekki saman. „Okkar langtímasýn er sú að þessi byggð víki,“ sagði Eiríkur.

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði á mbl.is í síðustu viku að mat fyrirtækisins væri að byggð og vatnsvernd færu ekki saman. „Okkar langtímasýn er sú að þessi byggð víki,“ sagði Eiríkur. Hann segir Orkuveituna hafa verið í samskiptum við eigendur húsa við Elliðavatn til að ná sátt. Þeim hafi verið boðið að leigja lóðir fyrirtækisins á þessum slóðum til næstu fimmtán ára og fjarlægja hús sín að þeim tíma liðnum.

„Niðurstaðan styrkir þau vatnsverndarsjónarmið sem OR hefur haft uppi með Elliðavatnsjörðina, Heiðmörk og þetta svæði,“ sagði Eiríkur á mbl.is um dóminn.