— Morgunblaðið/RAX
19. október 1898 Hús Barnaskóla Reykjavíkur við Fríkirkjuveg var vígt (nú nefnt Miðbæjarskólinn).

19. október 1898

Hús Barnaskóla Reykjavíkur við Fríkirkjuveg var vígt (nú nefnt Miðbæjarskólinn). Húsið var byggt úr timbri vegna þess að jarðskjálftarnir haustið 1896 „voru ráðandi mönnum í bæjarstjórn í of fersku minni til þess að þeir teldu hættandi á að byggja steinhús handa skólanum“, sagði í Árbókum Reykjavíkur.

19. október 1918

Spænska veikin barst til landsins með tveimur skipum, Botníu frá Kaupmannahöfn og Willemoes frá New York. Í þessari skæðu inflúensu létust á fimmta hundrað manns.

19. október 2008

Tvöföld Reykjanesbraut, milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, var formlega tekin í notkun. Kostnaður við framkvæmdirnar var um fjórir milljarðar króna.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson