Geir Sveinsson landsliðsþjálfari
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari
„Vandamálið er leyst og allir fyrirhugaðir leikir verða spilaðir í Split.

„Vandamálið er leyst og allir fyrirhugaðir leikir verða spilaðir í Split. Króatíska handboltasambandið og yfirvöld í Split hafa nú undirritað alla nauðsynlega samninga,“ segir JJ Rowland, fréttafulltrúi evrópska handknattleikssambandsins, í viðtali á TV2 í Danmörku.

Evrópumót karla í handknattleik fer fram í Króatíu í janúar og spilar íslenska landsliðið leiki sína í riðlakeppninni í Split en um tíma ríkti óvissa um hvort leikirnir gætu farið fram í íþróttahöllinni í Split, sem ber nafnið Speladium Arena.

Höllin er ekki tilbúin vegna þess að félagið sem reisti hana og átti varð gjaldþrota fyrir nokkru. En nú hafa náðst samningar milli króatíska handknattleikssambandsins og þrotabúsins vegna kostnaðar við rekstur íþróttahallarinnar meðan á keppninni stendur og um betrumbætur á henni svo hægt verði að spila í höllinni sem tekur 12 þúsund áhorfendur og var tekin í notkun árið 2009 þegar HM var haldið í Króatíu. gummih@mbl.is