Leikritið Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar verður sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í síðasta sinn fyrir áramót.
Leikritið Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar verður sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í síðasta sinn fyrir áramót. Frá því uppfærslan var frumsýnd í september hefur hún verið sýnd 19 sinnum fyrir fullu húsi og hafa rúmlega 3.000 manns séð hana, enda hlaut hún einróma lof gagnrýnenda. Sýningin víkur tímabundið fyrir annarri sýningu í leikstjórn Ólafs Egils, Broti úr hjónabandi, sem hætti líka fyrir fullu húsi í fyrra.