Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd eru byrjaðar að taka við umsóknum um aðstoð fyrir jólin og ekki er útlit fyrir að þær skráningar verði færri en í fyrra.

Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd eru byrjaðar að taka við umsóknum um aðstoð fyrir jólin og ekki er útlit fyrir að þær skráningar verði færri en í fyrra.

Á föstudag höfðu 300 fjölskyldur, eða 750 einstaklingar, þegar sótt um hjálp frá Fjölskylduhjálpinni, sem safnar nú í neyðarsjóð fyrir matarúthlutanir fyrir hátíðarnar.

Mæðrastyrksnefnd á von á um 1.000 umsóknum þetta árið en nefndin veitir bæði matar- og fataúthlutanir fyrir jólin. Þangað sækja 400 fjölskyldur mataraðstoð í hverri viku en talsmaður Mæðrastyrksnefndar segir efnahag fólks virðast aðeins vera að batna. 10