Í niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup um kjör og viðhorf félagsmanna Flóabandalagsins, sem samanstendur af stéttarfélögunum Eflingu, Hlíf í Hafnarfirði, VSFK í Keflavík og Stéttarfélagi Vesturlands, kemur fram að vinnutími félagsmanna hafi styst um tæpa klukkustund á sama tíma og laun hafi hækkað um 10%.
Þar kemur einnig fram að meðalheildarlaun kvenna séu 76% af meðalheildarlaunum karla. Munurinn er þó talsvert minni á meðaldagvinnulaunum kynjanna.
Lægstu heildarlaunin fá leikskólastarfsmenn auk þess sem yfir 75% þeirra telja vinnuálag of mikið en jafnframt er vinnutíminn stystur hjá leiðbeinendum á leikskólum.
44% félagsmanna Eflingar búa í eigin húsnæði og að meðaltali greiðir sá hópur 125 þúsund krónur í afborganir af húsnæðislánum. Þriðjungur félagsmanna býr í leiguhúsnæði og greiðir að meðaltali 2.077 krónur fyrir fermetrann.
Áhyggjur minnka
» Dregið hefur úr áhyggjum félagsmanna vegna fjárhagsstöðu á milli ára.
» Þriðjungur hafði miklar áhyggjur en 39% í fyrra og 55% árið 2013.
» Áhyggjur hjá starfsmönnum í umönnun hafa þó aukist.