Á íbúafundinum flutti Guðrún Larsen stutt erindi um gossögu Öræfajökuls, en Guðrún er jarðfræðingur og vísindamaður emerita við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Á íbúafundinum flutti Guðrún Larsen stutt erindi um gossögu Öræfajökuls, en Guðrún er jarðfræðingur og vísindamaður emerita við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Hún fór yfir það sem gerst hefur í jöklinum á síðustu níu til tíu þúsund árum og það sem gerðist í gosunum árin 1362 og 1727, forboða þeirra og það sem ráða má af þeim heimildum sem til eru.
Gosið sem varð í Öræfajökli árið 1326 er stærsta þeytigos sem orðið hefur á sögulegum tíma á Íslandi en gosið 1727 var minna í sniðum.