— Morgunblaðið/Hanna
28. nóvember 1700 Núgildandi tímatal, nýi stíll, tók gildi. Dagarnir frá 17. til 27. nóvember voru felldir niður það ár. 28. nóvember 1936 Smárakvartettinn á Akureyri var stofnaður. Hann starfaði í þrjá áratugi og naut mikilla vinsælda. 28.

28. nóvember 1700

Núgildandi tímatal, nýi stíll, tók gildi. Dagarnir frá 17. til 27. nóvember voru felldir niður það ár.

28. nóvember 1936

Smárakvartettinn á Akureyri var stofnaður. Hann starfaði í þrjá áratugi og naut mikilla vinsælda.

28. nóvember 1942

Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis opnaði svonefnda sjálfskiptibúð á Vesturgötu 15 í Reykjavík. Þetta mun hafa verið fyrsta kjörbúðin hérlendis. „Viðskiptavinirnir afgreiða sig sjálfir,“ sagði Morgunblaðið og gat þess að þetta fyrirkomulag væri mikið notað í Ameríku en lítið í Evrópu.

28. nóvember 2014

Margar verslanir buðu í fyrsta sinn afslátt á föstudegi eftir þakkargjörðarhátíð. Í Morgunblaðinu var spurt: „Svartur föstudagur að festast í sessi?“

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson