Gítar Hinn músíkalski Miguel ferðast til Lands hinna dauða til að komast að því hvers vegna forfeðurnir banna honum að njóta tónlistar.
Gítar Hinn músíkalski Miguel ferðast til Lands hinna dauða til að komast að því hvers vegna forfeðurnir banna honum að njóta tónlistar.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Teiknimyndin Coco skýst beint á toppinn yfir þær myndir sem skiluðu mestum tekjum í kvikmyndahúsum landsins um nýliðna helgi. Alls sáu tæplega 5.500 gestir myndina um helgina sem skilaði rúmum 5,5 milljónum íslenskra króna í kassann.

Teiknimyndin Coco skýst beint á toppinn yfir þær myndir sem skiluðu mestum tekjum í kvikmyndahúsum landsins um nýliðna helgi. Alls sáu tæplega 5.500 gestir myndina um helgina sem skilaði rúmum 5,5 milljónum íslenskra króna í kassann.

Fast á hæla Coco kemur ofurhetjumyndin Justice League en hana hafa ríflega 15.000 manns séð á síðustu tveimur vikum sem hefur skilað rúmum 20 milljónum króna í kassann. Í þriðja sæti er síðan nýjasta Marvel-ofurhetjukvikmyndin, Thor: Ragnarok eða Þór: Ragnarök en hana hafa tæplega 35.600 manns séð á síðustu fimm vikum og er hún því einnig mest sótta myndin á topp-tíu listanum þessa vikuna. Á síðustu átta vikum hafa um 17.000 manns séð Blade Runner 2049 .