Teiknimyndin Coco skýst beint á toppinn yfir þær myndir sem skiluðu mestum tekjum í kvikmyndahúsum landsins um nýliðna helgi. Alls sáu tæplega 5.500 gestir myndina um helgina sem skilaði rúmum 5,5 milljónum íslenskra króna í kassann.
Fast á hæla Coco kemur ofurhetjumyndin Justice League en hana hafa ríflega 15.000 manns séð á síðustu tveimur vikum sem hefur skilað rúmum 20 milljónum króna í kassann. Í þriðja sæti er síðan nýjasta Marvel-ofurhetjukvikmyndin, Thor: Ragnarok eða Þór: Ragnarök en hana hafa tæplega 35.600 manns séð á síðustu fimm vikum og er hún því einnig mest sótta myndin á topp-tíu listanum þessa vikuna. Á síðustu átta vikum hafa um 17.000 manns séð Blade Runner 2049 .