Kvartett Agnar Már Magnússon við píanóið, Haraldur Ægir Guðmundsson á kontrabassanum, Snorri Sigurðarson með trompetið og Böðvar Reynisson.
Kvartett Agnar Már Magnússon við píanóið, Haraldur Ægir Guðmundsson á kontrabassanum, Snorri Sigurðarson með trompetið og Böðvar Reynisson.
Chet Baker and me nefnist tónleikadagskrá sem fram fer á Kex Hosteli, Skúlagötu 28, í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30.
Chet Baker and me nefnist tónleikadagskrá sem fram fer á Kex Hosteli, Skúlagötu 28, í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Þar koma fram Böðvar Reynisson sem syngur, Snorri Sigurðarson sem leikur á trompet, Agnar Már Magnússon sem leikur á píanó og Haraldur Ægir Guðmundsson sem leikur á kontrabassa en hann stendur fyrir verkefninu. Flutt verður tónlist sem Chet Baker hljóðritaði á fyrri hluta ferils síns í bland við tónlist eftir Harald. Að vanda er aðgangur ókeypis.