Lón Fólk áttar sig ekki á hættunni.
Lón Fólk áttar sig ekki á hættunni. — Morgunblaðið/RAX
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að ferðamenn fari út á ísilagt lónið var ekki að gerast í fyrsta sinn.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Að ferðamenn fari út á ísilagt lónið var ekki að gerast í fyrsta sinn. Því óttast ég að þarna geti orðið slys verði ekki gripið til einhverra fyrirbyggjandi ráðstafana þegar aðstæður skapast,“ segir Hermundur Guðsteinsson, lögreglumaður á Suðurlandi. Lögreglan hafði á sunnudag afskipti af ferðamönnum sem höfðu gengið út á ísilagt Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.

Ragnar Unnarsson leiðsögumaður var á staðnum og sá hverju fram fór og kallaði því til starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs og lögreglu sem góðu heilli var ekki langt undan.

Fram hefur komið hjá Ragnari á mbl.is að ekki hafi mátt tæpara standa og Hermundur tekur í svipaðan streng. Sjávarfalla og strauma gæti í lóninu svo ekki þurfi mikið til að íshrannir eða jakar brotni sundur.

„Þetta hafa verið um 60 manns sem höfðu farið út á ísinn og sumir sennilega um 200 metra út. Við kölluðum fólkið upp sem sumt lét ekki segjast í fyrstu, var ekki sammála okkur en kom að lokum,“ segir Hermundur.