Sigurður Eyþórsson
Sigurður Eyþórsson
„Við eigum að taka samtalið við Brussel. Við sömdum um Evrópska efnahagssvæðið á ákveðnum forsendum og það var af ákveðinni ástæðu sem við tókum landbúnaðarkafla ESB ekki upp í samninginn.

„Við eigum að taka samtalið við Brussel. Við sömdum um Evrópska efnahagssvæðið á ákveðnum forsendum og það var af ákveðinni ástæðu sem við tókum landbúnaðarkafla ESB ekki upp í samninginn. Mér finnst að við eigum að fá sérstöðu okkar viðurkennda,“ segir Haraldur Benediktsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, þegar álits hans er leitað á hugmyndum Sigurðar Eyþórssonar. Hann segist hafa rætt það við utanríkisráðherra að halda sérstöðu okkar gagnvart EES til haga.

Hann segir einnig mikilvægt að taka gæðamál búvara föstum tökum. Nefnir að það rými vel við afgreiðslu Alþingis á þeim búvörusamningi sem gekk í gildi um síðustu áramót.