Jaime Ciero krefst skaðabóta.
Jaime Ciero krefst skaðabóta.
Fjögur ár eru liðin frá því að teiknimyndin Frozen var frumsýnd í kvikmyndahúsum um allan heim. Í kjölfarið var nánast hvert mannsbarn farið að raula lagið „Let it go“ sem heyrðist í myndinni.
Fjögur ár eru liðin frá því að teiknimyndin Frozen var frumsýnd í kvikmyndahúsum um allan heim. Í kjölfarið var nánast hvert mannsbarn farið að raula lagið „Let it go“ sem heyrðist í myndinni. Maður að nafni Jaime Ciero hefur nú stigið fram og segir lagið vera stolið frá honum en árið 2008 gaf hann út lagið Volar sem hann segir það sama. Hann hefur nú höfðað mál gegn Disney og öllum sem að laginu standa, meira að segja söngkonunum Idinu Menzel og Demi Lovato. Hann krefst þess meðal annars að fá stefgjöld fyrir „Let it go“.