Trúlofun Harry og Meghan Markle tilkynntu trúlofun sína í gær. Markle sýnir hér trúlofunarhring sinn, en Harry hannaði hringinn sjálfur.
Trúlofun Harry og Meghan Markle tilkynntu trúlofun sína í gær. Markle sýnir hér trúlofunarhring sinn, en Harry hannaði hringinn sjálfur. — AFP
Tilkynnt var í gær að Harry Bretaprins hygðist kvænast bandarísku leikkonunni Meghan Markle snemma á næsta ári.

Tilkynnt var í gær að Harry Bretaprins hygðist kvænast bandarísku leikkonunni Meghan Markle snemma á næsta ári. Sagði Harry að hann hefði fallið fyrir Markle þegar við þeirra fyrstu kynni, en hið nýtrúlofaða par ræddi stuttlega við fjölmiðla í garðinum við Kensington-höll, þar sem Harry hefur búsetu.

Markle sagði að hún væri yfir sig hamingjusöm og sýndi hún ljósmyndurum sem þar voru samankomnir trúlofunarhring sinn. Harry hannaði hringinn sjálfur, en í honum er einn demantur frá Botsvana, en prinsinn hefur heimsótt það land margoft. Þá eru tveir demantar í hringnum úr einkasafni Díönu prinsessu, móður Harrys.

Elísabet 2. Englandsdrottning, amma Harrys, var á meðal þeirra sem sendu parinu hamingjuóskir og blessun sína. Markle er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Suits, en talið er að hún verði hertogaynja eftir brúðkaupið.