Andrea Eyland
Andrea Eyland
„Ég er ekki viss um að margar mömmur óski sér þess að börnin þeirra snoði sig svona rétt fyrir jól, en Sóley Ásta hefur nú heillengi talað um að fá að gera það og því var ákveðið að láta einnig gott af sér leiða og styrkja Barnaheill,“ segir...

„Ég er ekki viss um að margar mömmur óski sér þess að börnin þeirra snoði sig svona rétt fyrir jól, en Sóley Ásta hefur nú heillengi talað um að fá að gera það og því var ákveðið að láta einnig gott af sér leiða og styrkja Barnaheill,“ segir Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, móðir Sóleyjar Ástu, og bætir við að viðbrögðin við söfnuninni, sem sett var af stað á Facebook, hafi komið þeim mjög á óvart.

„Ég spurði hana, eftir að hún ákvað endanlega að klippa sig stutt, hvort hún væri alveg viss, því hún er með svo fallegt hár. Þá sagði hún bara ákveðin: „Mamma, það vex aftur!“,“ segir Andrea og bætir við að klippingin verði sýnd í beinni útsendingu á Facebook og hefst hún klukkan 17.30 á morgun.