Kvika banki hefur samþykkt að greiða 37,5 milljónir króna í sekt vegna brots á lögum um fjármálafyrirtæki, að því er fram kemur í tilkynningu sem sett var á vef Fjármálaeftirlitsins í gær. Þar segir að hinn 11.
Kvika banki hefur samþykkt að greiða 37,5 milljónir króna í sekt vegna brots á lögum um fjármálafyrirtæki, að því er fram kemur í tilkynningu sem sett var á vef Fjármálaeftirlitsins í gær. Þar segir að hinn 11. október 2017 hafi Fjármálaeftirlitið og Kvika banki gert með sér samkomulag um að ljúka málinu með
sátt
. Kvika viðurkennir þar að hafa brotið gegn lögum um kaupaukakerfi með því að hafa í mars 2017 greitt tilteknum starfsmönnum, félögum í eigu þeirra eða maka kaupauka í formi arðs af hlutum í
B-flokki
hlutabréfa í Kviku. Þetta hafi verið gert án þess að slíkt hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis, án þess að uppfyllt hafi verið skilyrði um hámark fjárhæðar kaupauka og án þess að hluta greiðslna hafi verið frestað.