FH verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla EHF-bikarsins í handknattleik karla á fimmtudaginn. Evrópska handknattleikssambandið, EHF, gaf út styrkleikaflokkana í gær. FH og Tatran Presov leika seinni leik sinn á laugardaginn kemur, tveimur dögum eftir að dregið er í riðla, þannig að þau eru bæði í pottinum. Sigurliðið fer í fjórða styrkleikaflokk en Tatran vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 24:21.
FH getur ekki mætt Koper frá Slóveníu, Wacker Thun frá Austurríki og Lugi frá Svíþjóð sem eru í 4. flokki, en myndi mæta einu liði úr hverjum hinna þriggja flokkanna. Þar eru eftirtalin lið: Flokkur 1 : SKA Minsk (Hvíta-Rússlandi), Chambéry (Frakklandi), Göppingen (Þýskalandi), Füchse Berlín (Þýskalandi). Flokkur 2: Bjerringbro-Silkeborg (Danmörku), Anaitasuna (Spáni), Cocks (Finnlandi), Azoty-Pulawy (Póllandi). Flokkur 3: Nexe (Króatíu), Granollers (Spáni), St. Raphaël (Frakklandi), Magdeburg (Þýskalandi).