Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Miklubraut í Reykjavík að morgni laugardagsins 25. nóvember hét Sebastian Daruiusz Bieniek. Hann var 24 ára og pólskur ríkisborgari.

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Miklubraut í Reykjavík að morgni laugardagsins 25. nóvember hét Sebastian Daruiusz Bieniek. Hann var 24 ára og pólskur ríkisborgari. Við slysið kastaðist Sebastian út úr bifreið sinni og hafnaði á járngirðingu sem skilur að akreinar akstursstefna á Miklubraut.

Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að hún rannsaki nú tildrög slyssins ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Í kjölfar slyssins hefur Vegagerðin ákveðið að fjarlægja allar grófar járngirðingar meðfram götum. Kom það fram í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Ríkisútvarpsins.