Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út viðvörun vegna lélegra lofgæða nærri miklum umferðargötum í borginni. Er fólk sem þjáist af öndunarfærasjúkdómum og börn hvött til að vera sem minnst úti við nærri mikilli umferð.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út viðvörun vegna lélegra lofgæða nærri miklum umferðargötum í borginni. Er fólk sem þjáist af öndunarfærasjúkdómum og börn hvött til að vera sem minnst úti við nærri mikilli umferð. Segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu að hin lélegu loftgæði stafi af kyrru veðri og þurru á höfuðborgarsvæðinu.
Segir stofnunin að styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs hafi mælst hár í gær og að von sé að því í dag einnig. Þá hafi styrkur brennisteinsvetnis mælst mikill á ákveðnum tímum dags.