[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á þessum degi árið 1987 sat lag úr kvikmynd á toppi Bandaríska vinsældalistans.
Á þessum degi árið 1987 sat lag úr kvikmynd á toppi Bandaríska vinsældalistans. Það var lagið „(I've Had) The Time Of My Life“ úr hinni gríðarlega vinsælu kvikmynd „Dirty Dancing“ sem skartaði Patrick Swayze og Jennifer Grey í aðalhlutverkum. Lagið var dúett sem sunginn var af Jennifer Warnes og Bill Medley. Það komst tvisvar á Vinsældalistann í Bretlandi; fyrst í sjötta sætið í kjölfar útgáfu myndarinnar í nóvember 1987 og svo í janúar 1991 þegar hún var sýnd í sjónvarpi en þá komst það í áttunda sætið.