Slysagildrur Stigar geta reynst hættulegir við skreytingavinnu.
Slysagildrur Stigar geta reynst hættulegir við skreytingavinnu. — Morgunblaðið/Valdís Thor
„Það er ekki rétt að slysin verði fyrirvaralaust, slysin gera boð á undan sér, maður þarf bara að fara varlega og kynna sér forvarnir. Það er að mörgu að hyggja, fallslys og brunar t.d.

„Það er ekki rétt að slysin verði fyrirvaralaust, slysin gera boð á undan sér, maður þarf bara að fara varlega og kynna sér forvarnir. Það er að mörgu að hyggja, fallslys og brunar t.d. Fólk er að setja upp ljósaseríur og skraut, þrífa og skipta um rafhlöður í reyksynjurum, en þá er það að fara upp í tröppur og stiga sem renna oft auðveldlega undan því. Skipta þarf um rafhlöður árlega í reykskynjurum. Það þarf líka að muna að reykskynjarar endast aðeins í tíu ár og þá þarf að henda þeim og kaupa nýja,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Vátryggingafélagi Íslands (VÍS), sem vill ráðleggja eldra fólki að þiggja aðstoð og öðrum að hafa einhvern sem heldur við stigann svo að hann renni síður.

Um 50 slys verða árlega þegar fólk dettur niður úr lausum tröppum og stigum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá VÍS, en Sigrún kynnti sér sérstaklega 15 slys af þessu tagi sem tilkynnt voru í fyrra. Mismunandi sé hversu hátt fallið var í slysunum en í meirihluta þeirra var fallið í kringum einn metra. Sammerkt er með þessum slysum hversu alvarlegir áverkarnir voru. Beinbrot varð í öllum slysunum nema þremur, aðgerða var jafnvel þörf og fjarvera frá vinnu í einhverja daga eða vikur. ernayr@mbl.is