Próf Nemendur í 4. og 7. bekk þreyta samræmd próf.
Próf Nemendur í 4. og 7. bekk þreyta samræmd próf.
Menntamálastofnun hefur nú lokið úrvinnslu heildarniðurstaðna samræmdu könnunarprófanna í íslensku og stærðfræði fyrir skóla, sveitarfélög og landshluta, sem 9.000 nemendur í 4. og 7. bekk þreyttu í september síðastliðnum.

Menntamálastofnun hefur nú lokið úrvinnslu heildarniðurstaðna samræmdu könnunarprófanna í íslensku og stærðfræði fyrir skóla, sveitarfélög og landshluta, sem 9.000 nemendur í 4. og 7. bekk þreyttu í september síðastliðnum. Ekki er mikill munur á niðurstöðum nú og frá síðasta ári, en einkunnir eru normaldreifðar á kvarðanum 0-60. Meðaltal er 30 og staðalfrávik 10.

Alls tóku 88,5% allra nemenda í 4. og 7. bekk á landinu bæði prófin, þ.e.a.s. próf í íslensku og stærðfræði. Þriðjungur allra nemenda, eða 33,6%, fékk stuðningsúrræði við próftökuna.