Andköf eftir Ragnar Jónasson er ein af 12 glæpasögum ársins, að mati The Times. Í umsögn blaðsins segir: „Ekkert land sem tengist norrænu glæpasögunni er eins hrjóstrugt, dimmt, kalt, snjóþungt og tómlegt og Ísland.
Andköf eftir Ragnar Jónasson er ein af 12 glæpasögum ársins, að mati The Times. Í umsögn blaðsins segir: „Ekkert land sem tengist norrænu glæpasögunni er eins hrjóstrugt, dimmt, kalt, snjóþungt og tómlegt og Ísland. Og enginn höfundur fangar þessa þætti jafn eftirminnilega og með jafn ógnvekjandi hætti og Ragnar.“ Andköf er fimmta bókin í Siglufjarðarseríu Ragnars sem gefin er út í Englandi.