Á 48. þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins, sem haldið var um liðna helgi, var samþykkt að félagið yrði lagt niður og að við hlutverki þess tæki Félag skipstjórnarmanna.
Á 48. þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins, sem haldið var um liðna helgi, var samþykkt að félagið yrði lagt niður og að við hlutverki þess tæki Félag skipstjórnarmanna. Var þetta samþykkt að tillögu allra aðildarfélaga Farmanna- og fiskimannasambandsins en það eru fyrrnefnt Félag skipstjórnarmanna, Vísir, Verðandi, Félag bryta og Félag íslenskra loftskeytamanna.
Formaður Félags skipstjórnarmanna er Árni Bjarnason.