Öfugur endi. S-Allir
Norður | |
♠Á432 | |
♥K64 | |
♦D5 | |
♣K875 |
Vestur | Austur |
♠1075 | ♠D986 |
♥10987 | ♥532 |
♦K742 | ♦63 |
♣G6 | ♣D1093 |
Suður | |
♠KG | |
♥ÁDG | |
♦ÁG1098 | |
♣Á42 |
Suður spilar 6G.
Verkefni dagsins er tvíþætt – að segja 6G og spila 6G. Byrjum á öfugum enda. Hvernig á að spila slemmuna með ♥10 út?
Samgangsins vegna er best að svína strax í spaða, frekar en tígli. Það er dálítið eins og að byrja á öfugum enda, því tígullinn er jú lífliturinn. Heppnist spaðasvíningin má gefa slag á ♦K og leggja upp. Annars verður austur að eiga ♦K, mest þriðja. Ef byrjað er á tíglinum vantar innkomu í borð til að nýta spaðann.
Þá eru það sagnir. Suður opnar á 2G og norður þarf að finna framhald við hæfi. Hann segir fyrst 3♣ (Stayman) í leit að spaðafitti og fær neitun á hálit með 3♦. Hver er næsta sögn?
Fimm grönd – „pick-a-slam“. Sögnin er krafa í slemmu og biður makker um tillögu í ljósi fyrri sagna. Hér segir suður 6♦ og norður 6G, en tilgangurinn með 5G var að kanna möguleikann á samlegu í laufi.