Hópur þeirra átta liða sem ÍBV getur dregist gegn í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni karla í handknattleik er býsna fjölbreytilegur og ljóst að liðið getur lent í löngu ferðalagi en einnig ósköp skikkanlegu. Dregið verður árdegis í dag í 16-liða úrslit og verður ÍBV í efri styrkleikaflokki. Í neðri flokkum eru eftirtalin átta lið: HC Vise Bm frá Belgíu, HMRK Mostar frá Bosníu, ísraelska liðið SGS Ramhat Hashron HC, Red Boys Differdange frá Lúxemborg, HC Eurofarm Rabotnik frá Makedóníu, MSK Povazska Bystrica frá Slóvakíu, tyrkneska liðið Göztepe SK og HC Zntu-Zab Zaporozhye frá Úkraínu. iben@mbl.is