Draumabyrjun Ása Helga Hjörleifsdóttir gerir það gott með sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Svaninum, sem þegar hefur hlotið nokkur verðlaun á hátíðum.
Draumabyrjun Ása Helga Hjörleifsdóttir gerir það gott með sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Svaninum, sem þegar hefur hlotið nokkur verðlaun á hátíðum.
Kvikmyndin Svanurinn , eftir leikstjórann Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hlaut í fyrradag verðlaun sem besta kvikmynd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaíró í Egyptalandi en hún er ein af 15 A-hátíðum kvikmyndaheimsins og nýtur því mikillar virðingar.

Kvikmyndin Svanurinn , eftir leikstjórann Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hlaut í fyrradag verðlaun sem besta kvikmynd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaíró í Egyptalandi en hún er ein af 15 A-hátíðum kvikmyndaheimsins og nýtur því mikillar virðingar.

Kvikmyndin er byggð á samnefndri verðlaunaskáldsögu Guðbergs Bergssonar sem þýdd hefur verið á fjölda tungumála og hlotið mikið lof. „Dómarar höfðu orð á því hversu grípandi og sannfærandi myndin væri og að hún hefði við sig sérstaka áferð og innra líf sem sjaldséð væri á hvíta tjaldinu,“ segir í tilkynningu um verðlaunin en Svanurinn er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu í fullri lengd. Hún lauk kvikmyndanámi frá Columbia-háskólanum í New York árið 2013 og hafa stuttmyndir hennar vakið athygli og verið sýndar á kvikmyndahátíðum víða um heim. Svanurinn verður frumsýndur á Íslandi í janúar á næsta ári.