Ævisaga Angústúra-stöllur, Þorgerður Agla Magnúsdóttir og María Rán Guðjónsdóttir, afhenda Guðna Th. Jóhannessyni Tvenna tíma.
Ævisaga Angústúra-stöllur, Þorgerður Agla Magnúsdóttir og María Rán Guðjónsdóttir, afhenda Guðna Th. Jóhannessyni Tvenna tíma. — Ljósmynd/Guðjón Einarsson
Fyrir stuttu gaf bókaforlagið Angústúra út að nýju ævisögu Hólmfríðar Hjaltason, Tvenna tíma , sem Elínborg Lárusdóttir skráði og kom fyrst út haustið 1949. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem er langömmubarn Hólmfríðar, ritar inngang að...

Fyrir stuttu gaf bókaforlagið Angústúra út að nýju ævisögu Hólmfríðar Hjaltason, Tvenna tíma , sem Elínborg Lárusdóttir skráði og kom fyrst út haustið 1949.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem er langömmubarn Hólmfríðar, ritar inngang að bókinni. Í innganginum vitnar Guðni meðal annars í bréf sem Sigurveig, dóttir Hólmfríðar, skrifaði móður sinni þegar ritun bókarinnar stóð yfir en í því bréfi sagði meðal annars: „Það er gaman fyrir þetta afkomendadót að eiga ævisögu ykkar beggja á prenti.“

Í bókinni er því lýst hve Hólmfríður átti erfiða æsku og gekk svo langt að hún varð að eta töðu til að sefa sárasta hungrið.

Þess má geta að Hólmfríður lést skömmu eftir að Elínborg lauk við bókina og áður en hún kom út.

Í eftirmála Soffíu Auðar Birgisdóttur kemur fram að ekki séu nema hundrað ár á milli Guðna forseta og niðursetningsins langömmu hans.