Tólfumeðlimur Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður Tólfunnar, var nokkuð sáttur.
Tólfumeðlimur Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður Tólfunnar, var nokkuð sáttur. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Það verður bara partí á föstudeginum, laugardeginum og sunnudeginum. Ég veit um marga sem eru tilbúnir að halda þrefalda þjóðhátíð frá 15. til 17.

„Það verður bara partí á föstudeginum, laugardeginum og sunnudeginum. Ég veit um marga sem eru tilbúnir að halda þrefalda þjóðhátíð frá 15. til 17. júní,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, og rifjar upp að á EM í Frakklandi hafi Ísland einmitt átt leik á móti Ungverjalandi daginn eftir 17. júní, svo það sé komin reynsla á stórmót í kringum þjóðhátíðardaginn. „Það verður þjóðhátíðarveisla hjá Íslendingum í Moskvu,“ segir hann.

Morgunblaðið tók þá Hilmar og Birki Ólafsson, sem er varastjórnarmaður í Tólfunni, tali eftir að riðillinn varð ljós. Sögðust þeir báðir býsna sáttir. Argentína næði sér yfirleitt illa á strik á stórmótum og Ísland endaði fyrir ofan Króata í undanriðli heimsmeistaramótsins í ár. Þó segist Hilmar frekar hefðu viljað fá Brasilíu en Argentínu.

Spurður hvort það sé ekki sérstök ósk að lenda á móti farsælu liði segir Hilmar óskariðilinn vera í jafnvægi milli þess að mæta skemmtilegum mótherjum og mótherjum sem auka líkurnar á að Ísland komist upp úr riðlinum. „Og Króatar eru hvorugt,“ segir Hilmar og hlær. Þeir hvetja fólk til að byrja að skipuleggja Rússlandsferðir snemma því það verður meiri fyrirhöfn að komast þangað en til Frakklands á EM.