Teitur Örn Einarsson
Teitur Örn Einarsson
Mikil spenna er í kapphlaupinu um markakóngstitilinn í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni.

Mikil spenna er í kapphlaupinu um markakóngstitilinn í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni. Aðeins munar einu marki á tveimur efstu mönnum en þeir skera sig nokkuð úr þegar öll lið deildarinnar hafa leikið 12 leiki hvert nema ÍBV og Stjarnan sem eiga leik til góða.

Teitur Örn Einarsson hefur skorað flest mörk allra í deildinni, 88. Önnur örvhent skytta úr yngri landsliðunum, Kristján Örn Kristjánsson úr Fjölni, er marki á eftir Teiti Erni. Þeir eru einu leikmenn deildarinnar sem hafa skorað yfir 80 mörk.

Mosfellingurinn Árni Bragi Eyjólfsson og Daníel Þór Ingason úr Haukum eru jafnir í þriðja sæti með 76 mörk hvor. Hákon Daði Styrmisson, samherji Daníels Þórs, er marki á eftir þeim. Þar á eftir er FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Hann hefur skorað 73 mörk. Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram, og Per Maximilian Jonsson, Gróttu, hafa hitt netmöskvana 69 sinnum hvor.