Stemning Á aðventuhátíðinni verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Stemning Á aðventuhátíðinni verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Hin árlega aðventuhátíð Kópavogs verður haldin í dag, laugardaginn 2. desember, í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Dagskráin hefst klukkan 12 en þá verður opnaður jólamarkaður með sælkeravörur, möndlur og kakó.
Hin árlega aðventuhátíð Kópavogs verður haldin í dag, laugardaginn 2. desember, í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Dagskráin hefst klukkan 12 en þá verður opnaður jólamarkaður með sælkeravörur, möndlur og kakó. Á sama tíma hefst skemmtileg og fræðandi dagskrá um jólaköttinn á Bókasafninu og Náttúrufræðistofu. Jólaleikrit um systkini sem spjalla um Grýlu og jólasveinana og fleira jólatengt verður flutt kl. 13 í Salnum, þar sem hinn knái baritónsöngvari Jón Svavar Jósefsson syngur og leikur í forsalnum. Í kjölfarið er tilvalið að skapa jólaluktir í Gerðarsafni. Spurningum um hver jólakötturinn er verður svarað í sameiginlegri dagskrá Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs klukkan 15. Söluhús með gæðamatvöru á boðstólnum verða á útivistarsvæði Menningarhúsanna, tónlistarhópar skemmta en klukkan 16 hefst útiskemmtun. Ljós jólatrésins verða tendruð, Lalli töframaður kynnir dagskrána, Villi og Sveppi skemmta og jólasveinar taka forskot á sæluna og dansa með gestum kringum jólatréð.