Læknir Tómas Guðbjartsson með barnabarni sínu, Hlyni Atla, átta mánaða.
Læknir Tómas Guðbjartsson með barnabarni sínu, Hlyni Atla, átta mánaða. — Morgunblaðið/RAX
„Ekkert mál sem ég hef komið að á mínum læknisferli hefur haft jafnmikil áhrif á mig, bæði sem lækni og persónu.

„Ekkert mál sem ég hef komið að á mínum læknisferli hefur haft jafnmikil áhrif á mig, bæði sem lækni og persónu. Þar skiptir líka máli að þetta hefur verið langt ferli, erfitt að geta ekki tjáð sig, vera ásakaður um að halda einhverju leyndu og jafnvel beinlínis ljúga,“ segir Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir sem er í ítarlegu viðtali við Sunnudagsblaðið.

Þar rekur Tómas ótrúlega atburðarás plastbarkamálsins svokallaða og fer yfir niðurstöður íslensku rannsóknarnefndarinnar sem komu út fyrir nokkru. Hann afhenti rannsakendum hátt í 5.000 blaðsíður af gögnum en sömu gögn hafði hann áður afhent sænsku lögreglunni. „Ég hef lært af þessu,“ segir Tómas m.a. í viðtalinu.