Keflavíkurkirkja
Keflavíkurkirkja — Morgunblaðið/Arnór
Orð dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem.
AKUREYRARKIRKJA | Aðventustund kl. 11. Jólasaga, aðventuljós og sálmar. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón hefur Sindri Geir Ómarsson.

AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn.

ÁRBÆJARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Jólaleikrit. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Gissur Páll Gissurarson. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, Strætókórinn, organisti og stjórnandi Krisztina Kalló Szklenár. Eftir guðsþjónustu er happdrætti líknarsjóðs Árbæjarkirkju og hátíðarkaffi kvenfélagsins. Jólafundur kvenfélagsins í safnaðarheimili kirkjunnar mánudag kl. 19. Mæting 18.45. Bjargræðiskvartettinn syngur.

ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn og Dagur Fannar leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kammerkór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Eftir messu efnir Safnaðarfélagið til laufabrauðsútskurðar í Ási, og verður þar heitt á könnunni. Guðsþjónusta á Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson þjónar. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgel. Almennur söngur. Vandamenn heimilisfólks velkomnir.

ÁSTJARNARKIRKJA | Aðventumessa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson og prestur Kjartan Jónsson. Jólaföndur í sunnudagaskólanum á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir.

BESSASTAÐAKIRKJA | Aðventuguðsþjónusta kl. 11 með þátttöku eldri borgara. Guðrún Ásmundsdóttir og Jón Júlíusson flytja dagskrá sem heitir Jól á liðnum á öldum, Alexandra Chernishova syngur svo og Kór eldri borgara á Álftanesi. Á sama tíma verður sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 þar sem helgileikurinn 11. desember verður undirbúinn. Aðventuhátíð kl. 17. Börn úr Tónlistarskóla Garðabæjar flytja tónlist. Álftaneskórinn syngur.

BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór eldri borgara syngur. Kórstjóri Zsuzsanna Budai. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Þórhallur Heimisson þjónar ásamt Steinunni Leifsdóttur og Steinuni Þorbergsdóttur. Organisti er Örn Magnússon. Fyrsta kertið á aðventukransinum tendrað. Ensk bænastund kl. 14. Aðventusamkoma kl. 20. Kirkjukórinn flytur aðventu- og jólatónlist, fermingarbörn flytja helgileik, kirkjukrakkar syngja jólalög. Heitt súkkulaði og smákökur í boði sóknarnefndar og Hollvinafélags kirkjunnar.

BÚSTAÐAKIRKJA | Aðventuhátíð kl. 11. Fjölskyldumessa og vöfflukaffi. Aðventukvöld kl. 20. Allir kórar kirkjunnar koma fram undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Einsöngvarar: Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Edda Austmann, Þórdís Sævarsdóttir, Ísold Atla Jónasdóttir og Tara Mobee. Ræðumaður Björn Einarsson, formaður Víkings. Ljós tendruð í lok stundarinnar.

DIGRANESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, starfsfólk sunnudagaskóla þjónar, prestur Magnús Björn Björnsson. Skátar koma með friðarljós í upphafi guðsþjónustu. Veitingar í safnaðarsal að henni lokinni. Fermingarfræðsla kl. 12.30 og kl. 14. Aðventukvöld kl. 20, kór Digraneskirkju syngur, Marteinn Snævarr Sigurðsson syngur einsöng, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Ræðumaður kvöldsins er Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri. Veglegar veitingar í safnaðarsal eftir athöfn.

Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 (vigilmessa).

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Eftir messu er boðið upp á kaffi og heimabakaðar smákökur í safnaðarheimilinu. Kl. 14 er sænsk messa, séra Þórhallur Heimisson prédikar og þjónar.

FELLA- og Hólakirkja | Kirkjubrall kl. 11. Söngur, ratleikur, jólaföndur og jólasaga. Aðventukvöld kl. 20. Kór kirkjunnar og einsöngvarar syngja. Jón Guðmundsson flautuleikari og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti spila undir. Jólasaga og ljósin tendruð. Kakó og smákökur í lok kvöldsins.

FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Minning látinna. Tendruð verða kertaljós í minningu látinna ástvina. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson og bassaleikari er Guðmundur Pálsson. Sigríður Kristín Helgadóttir leiðir stundina.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14 tileinkuð landinu helga. Fyrsta ljós á aðventukransi tendrað. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta.

GARÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Kvenfélags Garðabæjar. Helga Björk Jónsdóttir djákni þjónar fyrir altari. Svanhildur Gísladóttir flytur hugvekju. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Ljósastund kl. 15.30. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Helga Björk Jónsdóttir djákni. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur við undirleik Davíðs Sigurgeirssonar gítarleikara. Sigrún Waage flytur ávarp og syngur við undirleik Magnúsar Kjartanssonar.

GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskóli á sama tíma. Sunna K. Gunnlaugsdóttir djákni og leiðtogar. Aðventukvöld kl. 20. Ræðukona kvöldsins er Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar.

GRAFARVOGSKIRKJA | Bangsablessun og sunnudagaskóli kl. 11. Við hvetjum börnin til að taka bangsana sína með í kirkjuna. Aðventukvöld kl. 20. Guðmundur Andri Thorsson flytur hugvekju. Fermingarbörn lesa ritningarvers. Kór Grafarvogskirkju, Vox Populi og barnakór Grafarvogskirkju syngja. Stjórnendur kóranna eru Hákon Leifsson, Hilmar Örn Agnarsson og Sigríður Soffía Hafliðadóttir.

GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður: Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Englatréð kynnt. Kvennakórinn Glæðurnar og Kirkjukór Grensáskirkju syngja og leiða almennan söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Kaffi og smákökur. Hversdagsmessa á fimmtudag kl. 18.

GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Aðventuhátíð klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Sr. Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur þjónar. Gunnar Þórólfsson flytur hugvekju og Hrefna Björnsdóttir les jólasögu. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Tónleikar barnakórs Guðríðarkirkju kl. 16 undir stjórn Svanfríðar Gunnarsdóttur, kveikt verður á spádómakertinu. Kveikt verður á jólatrénu, dansað í kringum jólatréð og sungin jólalög. Jólasveininn kemur í heimsókn. Boðið verður upp heitt súkkulaði og piparkökur.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar, sr. Þorvaldur Víðisson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Messuþjónar aðstoða, lesarar eru fermingarbörn, messuþjónar og fulltrúar frá Hjálparstarfinu. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Ingu Harðardóttur. Upphaf landssöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar. Opnun myndlistasýningar EPI í fordyri kirkjunnar.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Prestur Eiríkur Jóhannsson. Organisti Steinar Logi Helgason. Kór Háteigskirkju leiðir messusöng.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Helgistund kl. 11. Kór Hjallakirkju syngur aðventu- og jólalög undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Prestur er Sunna Dóra Möller. Sunnudagaskóli á sama tíma á neðri hæðinni. Eftir stundirnar verður föndur, kakó og piparkökur í safnaðarsalnum.

HRAFNISTA HAFNARFIRÐI | Aðventuguðsþjónusta kl. 11 í Menningarsalnum. Hrafnistukórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Böðvar Magnússon. Ritningarlestra les Edda María Magnúsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari.

HRAFNISTA REYKJAVÍk | Aðventuguðsþjónusta kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli. Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Ritningarlestra les Kristín Guðjónsdóttir. Séra Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari

HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 20 (ath. breyttan tíma frá áður auglýstum tíma). Kveikt á 1. aðventukertinu. Manfred Lemke syngur einsöng. Organisti er Keith Reed.

ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnakirkja/Fjölbreytt starf fyrir alla aldurshópa og almenn samkoma með lofgjörð og fyrirbæn kl. 13. Edda M. Swan prédikar. Kaffi og samfélag eftir stundina.

KÁLFATJARNARKIRKJA | Messa kl. 15. Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Kjartans Jósefssonar organista. Prestur er Kjartan Jónsson.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Ljósamessa í Keflavíkurkirkju. Sr. Fritz Már þjónar ásamt fermingarbörnum og messuþjónum. Arnór leiðir tónlistina. Sunnudagaskóli. Súpa í boði sóknarnefndar og fermingarforeldra. Englakór frá himnahöll kl. 20, aðventukvöld með Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum. Díana Ósk Óskarsdóttir guðfræðingur flytur hugleiðingu, Arnór stýrir tónlistinni og sr. Fritz Már leiðir stundina.

KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari. Skólakór Kársnesskóla syngur undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. St. Georgsskátar í Kópavogi afhenda friðarljós skáta. Eftir guðsþjónustuna er jólaball í safnaðarheimilinu Borgum, jólasveinninn kemur í heimsókn.

LANGHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11, Jóhanna og Snævar taka á móti börnum og fullorðnum. Aðventuhátíð kl. 17. Allir kórar kirkjunnar syngja, jólasaga og skólahljómsveit Austurbæjar spilar. Heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu.

LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli kl. 13 i Lágafellskirkju. Umsjón hafa Hreiðar Örn og Þórður.

LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Brúðuheimar sýna leikritið Pönnukakan hennar Grýlu. Guðsþjónusta kl. 20. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin. Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Matthías Baldursson annast tónlistina. Prestar safnaðarins þjóna.

MIÐDALSKIRKJA í Laugardal | Aðventukvöld kl. 20 í sal Héraðsskólans á Laugarvatni. Ræðumaður er Smári Stefánsson, kennari Laugarvatni. Söngkór Miðdalskirkju og börn úr gunnskólanum syngja aðventu- og jólasálma. Hljóðfæraleikur. Fermingarbörn aðstoða við ljósastund og fleira. Prestur Egill Hallgrímsson. Organisti og kórstjóri er Jón Bjarnason.

NESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng og Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn A. Björnsdóttir predikar og sr. Skúli S. Ólafsson þjónar fyrir altari. Í sunnudagaskólanum verða málaðar piparkökur. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir stýrir sunnudagaskólanum með aðstoð Ara Agnarssonar og æskulýðsstarfsfólks. Að messu lokinni er opnuð sýning Kristjáns Steingríms Jónssonar í safnaðarheimili.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður kvöldsins er Gerður Kristný rithöfundur. Kvennakórinn Kyrjurnar flytur nokkur jólalög. Stjórnandi er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir. Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng og Árni Heiðar Karlsson spilar á orgel. Fermingarbörn færa okkur ljósið og eftir stundina býður safnaðarstjórnin upp á smákökusmakk.

SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Aðventuguðsþjónusta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir organisti stjórnar almennum safnaðarsöng. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson predikar og þjónar tyrir altari.

SALT kristið samfélag | Sameiginlegar samkomur Salts og SÍK alla sunnudaga kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Glænýtt Alfa-námskeið. Barnastarf.

SELFOSSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Unglingakór kirkjunnar syngur ásamt kirkjukór undir stjórn Edit Molnár. Að lokinni messu gefst kostur á að kaupa súpu og brauð í safnaðarheimilinu, og þar verður kökubasar unglingakórsins. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, kveikt á spádómskertinu, jólasaga og brúðuleikrit, söfnunarbaukar frá Hjálparstarfi kirkjunnar afhentir, piparkökur í lokin.

Aðventukvöld kl. 20. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp, Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur einsöng, Kór Seljakirkju og Barnakór kirkjunnar syngja jólalög. Prestar kirkjunnar leiða stundina og ljós af ljósi verða tendruð í lokin. Heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarsalnum að stundinni lokinni.

SELTJARNARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Fyrsta ljósið á aðventukransinum tendrað. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Sungin verða öll erindin 28 af sálminum Nóttin var sú ágæt ein. Leiðtogar sjá um sunnudagaskóla. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. Aðventukvöld kl. 20. Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur talar. Tónlist og veitingar.

Kyrrðarstund á miðvikudag kl. 12.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Barnaguðsþjónusta fyrir allar sóknir Skálholtsprestakalls kl. 11. Bergþóra Ragnarsdóttir djáknakandídat annast stundina ásamt Agli Hallgrímssyni sóknarpresti og Jóni Bjarnasyni organista. Söngur, sögur, fræðsla, bænir. Kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum.

Stafholtskirkja í Stafholtstungum | Guðsþjónusta fyrsta sunnudag í aðventu. Kirkjukór Stafholtskirkju leiðir söng undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur. Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi á prestssetrinu að guðsþjónustu lokinni.

ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 14. Kirkjudagur kvenfélagsins. Kveikt á 1. aðventukertinu. Manfred Lemke syngur einsöng. Organisti er Keith Reed. Basar kvenfélagsins eftir messu.

VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Aðventukvöld kl. 20. Ræðumaður er Gunnlaug Hartmannsdóttir, skólastjóri Flóaskóla. Söngkór Villingaholts- og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir.

VÍDALÍNSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Kór Vídalínskirkju og Garðakórinn syngja. Stjórnandi og organisti er Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Sunnudagaskóli á sama tíma. Molasopasamfélag að messu lokinni.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventuhátíð kl. 17. Fram koma Lilja Guðmundsdóttir sópran, Kór Víðistaðasóknar, Barnakór Víðistaðakirkju og Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Ræðumaður: Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Fjáröflun kirkjukórs á eftir, létt hlaðborð gegn vægu gjaldi. Ekki posi á staðnum.

YTRI-Njarðvíkurkirkja | Messa. Altarisganga kl.11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar. Kór kirkjunnar leiðir söng við undirleik Stefáns organista. Fyrsta aðventukertið tendrað. Kaffi, djús og kex að samveru lokinni. Sunnudagaskóli á sama tíma.

ÞORLÁKSKIRKJA | Aftanstund kl. 16. Ræðumaður Ólína Þorleifsdóttir aðstoðarskólastjóri. Fram koma einnig skólalúðrasveit grunnskólans, stjórnandi Gestur Áskelsson, eldri kór grunnskólans, stjórnendur Sigríður Kjartansdóttir og Gestur Áskelsson, Söngfélag Þorlákshafnar, stjórnandi Örlygur Benediktsson, og Kirkjukór Þorlákskirkju, stjórnandi Miklós Dalmay. Guðmundur Brynjólfsson les.

(Matt. 21)

(Matt. 21)

Höf.: (Matt. 21)