Jón Gerald Sullenberger
Jón Gerald Sullenberger
Ákveðið hefur verið að loka versluninni Kosti við Dalveg í Kópavogi. Jón Gerald Sullenberger, eigandi verslunarinnar, segir að Kostur geti ekki keppt við Costco.
Ákveðið hefur verið að loka versluninni Kosti við Dalveg í Kópavogi. Jón Gerald Sullenberger, eigandi verslunarinnar, segir að Kostur geti ekki keppt við Costco. Verslunin hefur verið starfrækt frá 2009 og lagði áherslu á amerískar vörur í stórum pakkningum. Verslunin kynnti m.a. vörumerkið Kirkland, sem er helsta vörumerki Costco. Aðstæður hafi því breyst verulega í rekstri Kosts þegar Costco opnaði verslun sína í maí á þessu ári. „Ég tók fréttum af opnun Costco fagnandi enda samkeppni mikilvæg. En það hefur sýnt sig að verslun eins og Kostur getur ekki keppt við eina stærstu verslunarkeðju í heiminum sem veltir margfalt landsframleiðslu Íslands,“ segir í tilkynningu Jóns Geralds. Næstu daga verður haldin rýmingarsala í Kosti þar sem vörur verða boðnar á allt að helmingsafslætti. „Við gripum til ýmissa ráða til að bregðast við harðnandi samkeppni en það dugði ekki til,“ segir í tilkynningunni frá Jóni Gerald.