Sýnir Erlingur Páll Ingvarsson.
Sýnir Erlingur Páll Ingvarsson.
Sýning á verkum Erlings Páls Ingvarssonar, Birting / Illumination, verður opnuð í Hallgrímskirkju á morgun kl. 12.15. Við opnunina mun Erlingur segja stuttlega frá verkum sínum og verður boðið upp á léttar veitingar.

Sýning á verkum Erlings Páls Ingvarssonar, Birting / Illumination, verður opnuð í Hallgrímskirkju á morgun kl. 12.15. Við opnunina mun Erlingur segja stuttlega frá verkum sínum og verður boðið upp á léttar veitingar.

Sýningin er tileinkuð birtingu, ljóskomu í sinni margþættu mynd, segir í tilkynningu. „Á þeim árstíma sem hún stendur yfir er hátíð þar sem minnst er fæðingu barns, boðbera ljóss og friðar. Einnig tekur sólin að rísa á sama tíma með vaxandi dagsbirtu úr lægstu stöðu, mesta myrkri. Birting er hreyfing, hreyfiafl, hluti hringferlis. Birting er lífskraftur,“ segir þar en sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir.

Erlingur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1974-1978 og hélt svo í framhaldsnám til Hollands í De Vrije Academie Den Haag og síðan til Þýskalands í Den Stadtliche Kunstacademie í Düsseldorf. Erlingur Páll á að baki sjö einkasýningar og nokkrar samsýningar.