Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Alfreðsdóttir
Guðmundur Ingi er 22. ráðherrann sem situr utan þings og tíundi ráðherrann sem aldrei hefur verið kjörinn á þing. Nokkrir ráðherrar hafa verið utan þings nýlega.

Guðmundur Ingi er 22. ráðherrann sem situr utan þings og tíundi ráðherrann sem aldrei hefur verið kjörinn á þing.

Nokkrir ráðherrar hafa verið utan þings nýlega. Síðustu dæmin eru Lilja Alfreðsdóttir sem var utanríkisráðherra í ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Ólöf Nordal sem var innanríkisráðherra frá því í desember 2014 og fram í byrjun þessa árs.

Þar áður var Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009.

Jón Sigurðsson var iðnaðar- og viðskiptaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn 2006-7, svo fátt eitt sé talið.