Ég leyfi mér að nefna: Vigdísi Grímsdóttur, Olgu Guðrúnu Árnadóttur og Katrínu Jakobsdóttur. Og af hverju þessar kjarnakonur? Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi Íslenskrar tungu.

Ég leyfi mér að nefna: Vigdísi Grímsdóttur, Olgu Guðrúnu Árnadóttur og Katrínu Jakobsdóttur.

Og af hverju þessar kjarnakonur?

Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi Íslenskrar tungu. Hún skrifar seiðmagnaða texta á mjög fallegu máli. Hugmyndir hennar eru stundum óræðar en alltaf athyglisverðar. Vigdís er góð fyrirmynd ritkvenna jafnt ungra sem eldri.

Olga Guðrún Árnadóttir, rithöfundur, tónskáld og söngkona. Olga semur fallega texta um allt í heimi hér. Og þessir textar eru aðgengilegir jafnt börnum sem fullorðnum. Lögin hennar eru grípandi og áleitin. Og svo syngur hún mjög vel. Diskurinn Babbidi-bú er sígildur og gott dæmi um sérlega vel heppnað verk.

Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Katrín er einstaklega hæfileikarík. Rökföst, dugleg og ötull baráttumaður fyrir góðum málum. Hún hefur nú síðast tekið að sér að reyna að sameina ólík sjónarmið og sætta stríðandi fylkingar í íslenskum stjórnmálum.