Hinn 11 ára gamli Arnaldur er Jólastjarnan.
Hinn 11 ára gamli Arnaldur er Jólastjarnan.
Nú hefur jólastjarnan 2017 verið krýnd og var það hinn 11 ára gamli Arnaldur Halldórsson sem hlaut titilinn í ár. Þetta er sjöunda árið í röð sem keppnin er haldin en sigurvegarinn kemur fram í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 10.
Nú hefur jólastjarnan 2017 verið krýnd og var það hinn 11 ára gamli Arnaldur Halldórsson sem hlaut titilinn í ár. Þetta er sjöunda árið í röð sem keppnin er haldin en sigurvegarinn kemur fram í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 10. desember á stórtónleikunum „Jólagestir Björgvins“. Dómnefndin valdi 12 söngvara sem þóttu skara fram úr og kepptu þau um titilinn. Dómnefndina skipuðu söngvarinn Björgvin Halldórsson, leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og leikstjórinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason.