Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
„Það var draumur að mæta annaðhvort Brasilíu eða Argentínu og við fengum Argentínu og við erum mjög sáttir við það,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, eftir að dregið var í riðla fyrir HM.

„Það var draumur að mæta annaðhvort Brasilíu eða Argentínu og við fengum Argentínu og við erum mjög sáttir við það,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, eftir að dregið var í riðla fyrir HM.

„Þetta er tækifæri til að spila við Lionel Messi þegar hann er upp á sitt besta. Það gerir þetta enn meira spennandi og svo höfum við aldrei mætt Argentínu áður og það er gaman að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Hörður við mbl.is.

„Ég held hins vegar að flestir hafi viljað eitthvað annað en Króatíu til að breyta til. Vonandi náum við öðrum sigri okkar á þeim. Þetta er sterkur riðill og svo er Nígería þarna líka, sem er þjóð sem við vitum lítið um en það er góð fótboltaþjóð,“ sagði Hörður.