Alvia Islandia
Alvia Islandia
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tilkynnt var í gær um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár með birtingu Kraumslistans 2017 og eru 25 plötur á listanum.

Tilkynnt var í gær um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár með birtingu Kraumslistans 2017 og eru 25 plötur á listanum. Var það í tíunda sinn sem Kraumur birtir Kraumslistann yfir bestu íslensku hljómplöturnar sem komu út á árinu og þykja að mati dómnefndar skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika, eins og því er lýst í tilkynningu.

Meðal platna á listanum er breiðskífa Biogen sem kom út á alþjóðavettvangi í sumar og inniheldur óútgefið efni frá tónlistarmanninum Sigurbirni Þorgrímssyni sem lést fyrir sex árum.

„Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfustarfsemi varðar, enda fór dómnefndin í gegnum 374 útgáfur í vinnu sinni. Hún mun nú velja 6 breiðskífur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2017,“ segir í tillkynningu. Verðlaunin verða afhent síðar í þessum mánuði en alls hafa 45 hljómsveitir og listamenn hlotið verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008.

Kraumslistinn 2017 er á þessa leið, nafn flytjanda fyrst og svo titill plötu skáletraður:

Alvia Islandia - Elegant Hoe , Baldvin Snær Hlynsson - Renewal , Bára Gísladóttir - Mass for Some , Biogen - Halogen Continues , Bjarki - THIS 5321 , Cyber - Horror, Dodda Maggý - C series , Elli Grill & Dr. Phil - Þykk Fitan Vol. 5 , Eva808 - Prrr , GlerAkur - The Mountains Are Beautiful Now , Godchilla - Hypnopolis , Fersteinn - Lárviður , Hafdís Bjarnadóttir - , Hatari - Neysluvara EP , JFDR - Brazil , Joey Christ - Joey , kef LAVÍK - Ágæt ein: Lög um að ríða og / eða nota fíkniefni , Legend - Midnight Champion , Nordic Affect - Raindamage , Pink Street Boys - Smells like boys , SiGRÚN - Smitari , Sólveig Matthildur - Unexplained miseries & the acceptance of sorrow , Úlfur Hansson - Arborescence , Volruptus - Hessdalen og World Narcosis - Lyruljóra .

Tónlistarsjóðurinn Kraumur er starfræktur á vegum Auroru velgerðarsjóðs.